Þrátt fyrir að margir líti svo á að ríkisstarfsmennirnir sem sigruðust á loftlagskvíðanum og dvöldu í góðu yfirlæti á lúxushóteli í Egyptalandi fyrr í vetur eigi skilið að vera tilnefndir ferðalangar ársins eru hrafnarnir á öðru máli. Eigi að síður eru ferðalangar ársins ríkisstarfsmenn.

Ingólfur Bjarni Sigfússon stríðsfréttaritari Ríkisútvarpsins fór til Úkraínu þegar innrás Rússa var yfirvofandi, brast í grát og þvældist fyrir íbúum landsins sem voru á flótta. Frá þessu voru sýnd fréttaskeyti sem snerust um tilfinningalíf Ingólfs og flótta hans af vettvangi. Ingólfur er því ferðalangur ársins.

Ferð Eddu Pálsdóttir til Katar á vegum RÚV með það eina sjáanlega erindi að græta Vöndu Sigurgeirsdóttir formann KSÍ við umferðareyju í Doha er aftur á móti ferðalag ársins.

Huginn og Muninn gera upp árið í tímaritinu Áramót, sem kemur út fimmtudaginn 29. desember.