*

miðvikudagur, 27. maí 2020
Huginn og muninn
21. júní 2019 08:01

Ferska og heilnæma loftið við Como

Það hljóp því heldur betur á snærið þegar Gylfi Sigurðsson bauð öllum stjörnunum í brúðkaupsveislu við Como-vatnið á Ítalíu.

epa

Hrafnarnir eru miklir knattspyrnuáhugamenn og auðvitað áhugamenn um fólk. Það hljóp því heldur betur á snærið þegar Gylfi Sigurðsson, einn ástsælasti fótboltamaður þjóðarinnar, bauð öllum stjörnunum í brúðkaupsveislu við Como-vatnið á Ítalíu.

Instagram myndir af íslenskum landsliðsmönnum í alltof stuttum kakí-buxum og hvítum skyrtum flæddu yfir. Vissulega hefðu Hrafnarnir frekar kosið að Gylfi hefði gift sig á Íslandinu góða, t.d. í mýinu við Mývatn. Það hefðu komið skemmtilegar myndir frá þeirri veislu.

Hrafnarnir tóku eftir því að Hannes Halldórsson, landsliðsmarkvörður og Valsari, var á svæðinu. Það kom þeim nokkuð óvart því þeir vissu að hann átti við meiðsli að stríða og þess vegna misst af leik með Val. Hrafnarnir áttu allt eins von á því  að Hannes yrði í sjúkraþjálfun hér heima, svona til að ná sér fyrir næsta leik. Þess þurfti þó greinilega ekki því ítalska loftið við Como er greinilega mjög heilnæmt. Eftir heimkomuna var kallinn orðinn góður og kominn beint í byrjunarliðið.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.