*

miðvikudagur, 28. október 2020
Huginn og muninn
26. september 2020 10:02

Eins og ferskur andblær

Nýjum seðlabankastjóra tókst að pirra Pírata með ummælum sínum fyrir skömmu síðan.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Gígja Einarsdóttir

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er óhræddur við að viðra skoðanir sínar á hinum ýmsu málum og því eins og ferskur andblær í íslenska embættismannakerfinu. Um daginn pirraði hann Pírata þegar hann sagði stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hefði ekki verið byggð miðað við þá umferð sem væri í bænum.

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, gagnrýndi ummælin. Sú gagnrýni kom ekki nokkrum manni á óvart enda er ekki hægt að skilja hana öðruvísi en svo að henni sé beinlínis í nöp við bíla og umferð. Ummæli seðlabankastjórans hafa væntanlega orðið uppspretta „líflegra“ samræðna á heimilinu því Sigurborg Ósk er gift Birni Hákoni Sveinssyni, sem hefur beitt sér í þessum málum opinberlega enda fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl.

Seðlabankastjórinn varpaði annarri sprengju í vikunni þegar hann sagði að fjármálaeftirlit bankans væri með útboð Icelandair og ákvarðanatöku stjórna lífeyrissjóða því tengdu til skoðunar.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.