*

þriðjudagur, 24. nóvember 2020
Huginn og muninn
15. nóvember 2020 16:05

Fjarfundað í freyðibaði?

Alþingi hefur líkt og flestir vinnustaðir landsins þurft að aðlaga sig að nýjum veruleika.

Aðsend mynd

Alþingi hefur líkt og flestir vinnustaðir landsins þurft að aðlaga sig að nýjum veruleika. Hefðbundnir fundir fastanefnda í húsakynnum þingsins hafa verið aflagðir og er þess í stað notast við fjarfundabúnað. Slíkir fundir eru vanalega lokaðir, ekki ætlaðir hverjum sem er og því hefur sú krafa verið gerð að þingmenn hafi kveikt á vefmyndavél sinni svo unnt sé að hafa auga með því hvort óboðin augu eða eyru séu að fylgjast með.

Aftur á móti hafa hrafnarnir heyrt út undan sér að þessi krafa hafi orðið eitur í beinum sumra þingmanna sem hafi reynt að streitast á móti með miklum mótþróa. Engin verðlaun eru í boði fyrir að giska á hvaða þingflokkur fer þar fremstur í flokki en til að gefa örlitla vísbendingu þá hefur meðlimur hans, Björn Leví Gunnarsson, meðal annars ratað í fréttir fyrir skóleysi og húfuburð í þingsal.

Hrafnarnir sjá hér dauðafæri fyrir næsta „stönt“, það er að að melda sig á fjarfund úr freyðibaði bæði með sjampó í hárinu og í glasi. Það hlýtur að grípa fyrirsagnir blaðanna.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.