Muninn skrúfaði þó frá viðtækjunum í síðustu viku til þess að undirbúa störf eftir sumarleyfi en sá að hann hefur af litlu misst. Þar var Þórólfur Matthíasson hagræðisprófessor að býsnast yfir kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi.

Þá rifjuðust upp snjöll ummæli annars prófessors, Hannesar Hólmsteins um að Ríkisútvarpið tali aldrei við sig heldur bara við samkennara sína sem séu eins og fjölfaldað eintak af sömu manneskjunni, allir með sömu skoðanirnar.

Huginn & Muninn er einn af reglulegum skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Þennan má lesa í heild í Viðskiptablaðinu sem kom út 4. ágúst 2022.