*

þriðjudagur, 25. febrúar 2020
Huginn og muninn
17. janúar 2020 14:28

Flottur tími hjá Bjarna

Fjöldi fyrirtækja býður upp í námskeið í leitarvélabestun en FRÍ virðist leiðandi í þessum fræðum.

Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International.
Eyþór Árnason

Þar sem hrafnarnir stinga á stundum niður penna þá er netið ómissandi þáttur í þeirri vinnu enda er þar að finna hafsjó af fróðleik. Í gúgglinu birtast oftast helstu upplýsingarnar efst en þó ekki alltaf. Það er til heill skóli um netmarkaðssetningu, þar sem mikil áhersla er lögð á það sem kallast því þjála nafni leitarvélabestun. Fjöldi fyrirtækja býður upp í námskeið í leitarvélabestun en fyrir þá sem ekki vita þá snúast þau fræði um að gera sýnileika vefsíðna sem mestan — með öðrum orðum þá er markmiðið að komast á fyrstu síðuna í Google-leitarvélinni.

Eins og áður sagði þá hafa hrafnarnir oft rekið sig á að bestu upplýsingarnar birtast ekki endilega efst. Er þetta sérstaklega algengt þegar nöfn á fólki eru gúggluð. Oftar en ekki birtast þá upplýsingar úr afrekaskrá Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ). Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood International, hljóp til að mynda 5 kílómetrana á 20:55 þegar hann tók þátt í Víðavangshlaupi ÍR árið 2017. Hrafnarnir mælast til þess að FRÍ haldi námskeið í leitarvélabestun.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.