*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Huginn og muninn
13. júní 2021 08:05

Flugbrú?

Flokkur fólksins segir tvær þjóðir búa í landinu og vill byggja brú yfir þá risagjá sem skilur þær að.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Haraldur Guðjónsson

Hinar árlegu eldhúsdagsumræður á Alþingi fóru fram í vikunni. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði meðal annars: „Það búa tvær þjóðir í landinu. Það er risagjá á milli þeirra. Á öðrum bakkanum standa þeir sem allt eiga og græðgi og auðmagn og sjálftaka hefur skapað þeirra tilveru og þeirra líf. Á hinum bakkanum eru svo hinir sem ekkert eiga og þurfa að biðja um ölmusuna. Flokkur fólksins vill byggja brú yfir þessa gjá.“

Hrafnarnir velta fyrir sér hvort Inga muni byggja flugbrú því eins og Stundin greindi frá fyrir nokkrum dögum þá á hún ríflega 769 þúsund hluti í Icelandair Group, sem hún „gleymdi“ reyndar að skrá í hagsmunaskráningu alþingismanna.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.