*

miðvikudagur, 28. október 2020
Huginn og muninn
3. október 2020 10:02

Fokið í flest skjól

Meira að segja Vinstri græn eru farin að sjá að hugmyndir verkalýðsforkólfanna standast ekki skoðun.

Drífa Snædal, forseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Haraldur Guðjónsson

Hrafnarnir höfðu hugsað sér að gefa forkólfum verkalýðshreyfingarinnar frí þessa vikuna en atburðir hennar leiddu í ljós að messufall yrði ómögulegt. Gegnum áratugina hafa fulltrúar hennar beitt sér fyrir betri kjörum og réttindum hinnar vinnandi stéttar en nú virðist það vera skoðun Sólveigar Önnu Jónsdóttur, Ragnars Þórs Ingólfssonar og Drífu Snædal að hagsmunum fólks sé best borgið í iðju- og atvinnuleysi heima fyrir.

Formennirnir undruðust mjög þegar stjórnvöld kynntu vítamínsprautu fyrir „lífskjarasamninginn“ og komust að því að sú innihélt enga af þeirra kröfum. Tryggingagjaldið átti meira að segja að lækka í stað hækkunar til að standa undir útgjöldum almannatryggingakerfisins af öllum þeim sem Efling, VR og ASÍ „ætla“ að koma á atvinnuleysisskrá. Virðist fokið í flest skjól þegar meira að segja Vinstri græn sjá að hugmyndirnar úr þessari átt standast enga skoðun.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.