*

miðvikudagur, 8. desember 2021
Huginn og muninn
14. nóvember 2021 10:12

Formaðurinn ein um áhyggjurnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í minnihluta innan eigin flokks með áhyggjur af sölu Mílu.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Haraldur Guðjónsson

Sala Símans á Mílu til franska sjóðstýringafyrirtækisins Ardian hefur vakið athygli og umræðu. Sumir hafa miklar áhyggjur af því að verið sé að selja fjarskiptainnviði til erlends fyrirtækis en aðrir ekki.

Maskína birti á dögunum skoðanakönnun þar sem kemur í ljós að um 42% landsmanna hafa fremur eða mjög miklar áhyggjur af sölu Mílu. Þegar afstaðan er skoðuðu eftir stjórnmálaskoðunum kemur í ljós að kjósendur Viðreisnar hafa minnstar áhyggjur af sölunni. Rúmur helmingur þeirra sagðist litlar eða engar áhyggjur hafa af sölunni.

Vakti þetta athygli hrafnanna þar sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður flokksins, hefur einmitt skipað sér í þann hóp sem hefur áhyggjur af sölunni. Í viðtali á Vísi sagði hún sem dæmi að öll njósnakerfi heimsins gengju út á að fara bakdyramegin inn í flutningskerfið.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.