*

mánudagur, 13. júlí 2020
Huginn og muninn
5. febrúar 2012 12:37

Formenn SUS vilja Ólaf Ragnar áfram

Núverandi og fyrrverandi formenn ungra sjálfstæðismanna lýstu nýlega yfir stuðningi við fyrrv. formann Alþýðubandalagsins.

Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar að ungir sjálfstæðismenn styddu forseta Íslands og hvað þá Ólaf Ragnar Grímsson.

Nú er þó svo að tveir formenn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa lýst yfir stuðningi við fyrrum Alþýðubandalagsformanninn; Davíð Þorláksson, núverandi formaður SUS, og Ólafur Örn Nielsen, sem lét af embætti sl. haust.

Davíð Þorláksson.Davíð skrifaði nýlega á Facebook síðu sína að hann hafi áður verið þeirrar skoðunar að við þyrftum ekki forseta en sú afstaða hans hafi nú breyst.

„Eftir að ÓRG hefur a.m.k. einu sinni (örugglega tvisvar) bjargað okkur frá skelfilegum mistökum Alþingis þá finnst mér augljóst að við þurfum forseta sem hefur þungavigt til að taka á erfiðum málum. Þess vegna vil ég að ÓRG gefi kost á sér aftur,“ skrifar Davíð.

Ólafur Örn Nielsen.Ólafur Örn segir á sinni síðu að við „þurfum forseta sem getur staðið í lappirnar þegar á þarf að halda og ÓRG hefur sýnt það og sannað að það getur hann gert“ og bætir við; „Ég er þeirrar skoðunar að það sé okkur fyrir bestu að Ólafur Ragnar gefi kost á sér til endurkjörs.“

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.