Seint í gærkvöldi var samþykkt lífeyrisfrumvarp fjármálaráðherra. Frumvarpið er mesta breyting á lífeyrislöggjöfinni frá 1997. Það var kynnt í mars og því fór þessi breyting hratt í gegnum Alþingi, þó efni þess hafi verið rætt áður í þinginu. Óðinn fjallar um einn anga þess í pistli í blaði dagsins. Áskrifendur geta lesið allan pistilinn.

Ölgerð, Festi og fráleitt lífeyrisfrumvarp

Lífeyrissjóðir eru ágætir eigendur í skráðum félögum en málið vandast þegar þeir eru orðnir stórir, í raun of stórir, líkt og í Festi þar sem þeir eiga 70% hlut. Hvar mörkin liggja skal ekki segja en líklega væri þriðjungshlutur ákjósanlegur. Það er mikil óskhyggja að það breytist.

Bjarni Benediktsson lagði í mars fram frumvarp um hækkun lífeyrisiðgjalda og fleiri breytingar á lífeyriskerfinu. Framvarpið, sem var samþykkt á Alþingi í nótt, markar mestu breytingarnar á lífeyriskerfinu síðan lögin frá árinu 1997 voru sett.

***

Hugmyndin er sú að skylda alla til að greiða 15,5% af tekjum í lífeyrissjóð, líka þá sem ekki hafa samið um það í kjarasamningum. Þetta markmið er vanhugsað. En ekki nóg með það. Það vantar bæði rökstuðninginn fyrir breytingunni og greiningu á afleiðingunum.

Ein afleiðingin er sú að einstaklingar munu eiga enn erfiðara með að spara sjálfir. Hugmyndin með lífeyrissjóðum var aldrei að færa allan sparnað launamanna inn í þá. Hugmyndin var að skylda launamenn til að spara þannig að þeir ættu tiltekinn grunn þegar þeir hættu störfum. En forsjárhyggjan er orðin algjör ef þetta ákvæði nær fram að ganga.

Óskiljanlegast af öllu er að Samtök atvinnulífsins geri nú kröfu um þetta. Að gera þá kröfu að fólk sem starfar utan vébanda þeirra samtaka þurfi að greiða jafn mikið mótframlag í lífeyrissjóð og aðildarfélögin vegna þess að SA samdi af sér í SALEK samkomulaginu. Og reyndar á fleiri sviðum, svo sem í hagvaxtaraukanum.

***

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði