*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Huginn og muninn
6. júní 2020 11:05

Framtíð Icelandair

„Ef ríkið ætlar að taka við keflinu er best að það sé á nýjum samkeppnishæfum grunni."

Andri Már segir Icelandair hafa notið mikillar fyrirgreiðslu í gegnum tíðina.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Andri Már Ingólfsson þekkir íslenska ferðaþjónustu og flugrekstur vel enda stofnaði hann Heimsferðir og rak Primera Air um árabil eða allt þar til félagið fór í þrot haustið 2018. Hrafnarnir lásu því grein hans í Morgunblaðinu um síðustu helgi af áhuga en af henni er ljóst að hann setur stórt spurningarmerki við það að veita meira fé í rekstur Icelandair, félags sem hann segir að hafi "notið mikillar fyrirgreiðslu í gegnum tíðina."

Bendir Andri Már á að flugheimurinn hafi björgbreyst á nokkrum árum og tekur sem dæmi að ef Wizz Air myndi ákveða að tengja Evrópu og Ameríku í gegnum Keflavík, yrði vonlaust fyrir Icelandair að keppa við það.

„Ef ríkið ætlar að taka við keflinu er best að það sé á nýjum samkeppnishæfum grunni," skrifar Andri Már. Tekur hann sem dæmi að þessi leið hafi verið farin þegar Sviss Air fór í þrot árið 2002. Þá hafi enginn trúað því að svissneska ríkið myndi ekki bjarga félaginu en annað hafi komið á daginn. Swiss Airlines hafi verið stofnað á grunni Crossair, sem var innanlandsflugfélag.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.