Edda Andrésdóttir las sinn síðasta fréttatíma fyrir Stöð 2 í síðustu viku eftir fimmtíu ára farsælan feril í íslenskum fjölmiðlum. Hrafnarnir óska Eddu alls hins besta á þessum tímamótum. Fjallað var um tímamót Eddu í flestum fjölmiðlum sem vonlegt var. Það vakti athygli hrafnanna að í frétt Ríkisútvarpsins var fréttastofa Stöðvar 2 sögð helsti samkeppnisaðili fréttastofu RÚV.

Það vakti líka athygli Sigmars Vilhjálmssonar, sem er faðir þristamúsarinnar, sem sagði þetta væri til marks um að starfsfólk misskildi hlutverk sitt. Hrafnarnir eru þessu ekki sammála og telja þetta einmitt til marks um að starfsmenn RÚV viti að aðrar einkareknar fréttastofur eru fullfærar um að sinna því almannaþjónustu- og lýðræðishlutverki sem tilvist Ríkisútvarpsins er stundum réttlæt með.

Huginn & Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Pistilinn birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 18. ágúst 2022.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði