*

laugardagur, 18. september 2021
Huginn og muninn
6. ágúst 2017 10:09

Fréttin sem hvergi var að finna

Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar mælist ekki með neitt fylgi sem grillandi og græðandi menn hljóta að fagna.

Aðsend mynd

Í nýlegum skoðanakönnunum leyndist ein frétt í því að hana var hvergi að finna. Sumsé að Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar mælist ekki með neitt fylgi.

Því fagna auðvitað allir grillandi og græðandi menn, en það er merkilegt að enginn hefur rukkað leiðtoga flokksins um viðbrögð við þessum tíðindum. Hafa fjölmiðlar þó iðulega rætt við Gunnar Smára af minna tilefni.

Ef þeir skyldu nú ná í skottið á honum, þá væri einnig rétt að fá viðbrögð hjá honum við ógnaröld skoðanabræðranna í Venesúela, sem hafa komið þessu auðuga landi á vonarvöl, meirihluti barna er vannærður, stjórnarandstöðuleiðtogar hverfa og stjórnvöld skjóta mótmælendur á götum úti.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.