

Frosti Sigurjónsson, sem setið hefur á þingi fyrir Framsóknarflokkinn, ætlar ekki að gefa kost á sér í þingkosningum í haust. Óhætt er að segja að Frosti hafi látið til sín taka á þingi, þótt ekki hafi öll áhugamál hans mælst vel fyrir, einkum hjá samstarfsflokknum í ríkisstjórn.
Raunar segja margir sjálfstæðismenn að Frosti hafi verið erfiður í samstarfi og að hann hafi ekki sýnt ríkisstjórninni tilhlýðilega hollustu í öllum málum. Raunar hefur Frosti sætt gagnrýni líka innan eigin flokks og þar segja menn að flokksforystan hafi ekki viljað ganga gegn vilja Frosta í efnahagsmálum af ótta við að hann hreinlega segði sig úr lögum við flokkinn.
Því hafi áhrif hans verið langt umfram það sem ætla mætti af óbreyttum þingmanni í stjórnarmeirihluta.
Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 2. júní 2016. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.