*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Huginn og muninn
7. apríl 2019 11:01

Fullt að gera

Forstjóri Símans er einnig orðinn stjórnarformaður ríkisfyrirtækisins Isavia.

Orri Hauksson.
Haraldur Guðjónsson

Eins og mörgum er kunnugt þá hætti Ingimundur Sigurpálsson sem stjórnarformaður Isavia í lok síðasta mánaðar. Nokkrum dögum áður en það var tilkynnt hafði hann hætt sem forstjóri Íslandspósts.

Hröfnunum þótti alltaf svolítið sérkennilegt að Ingimundur, sem er flokksbundinn sjálfstæðismaður og fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar, skyldi á sama tíma hafa gegnt æðstu stöðum hjá þeim tveimur ríkisfyrirtækjum sem hafa verið í hvað mestri samkeppni við einkageirann. Hvað um það. Orri Hauksson, forstjóri Símans, kom inn í stjórn Isavia fyrir Ingimund og það sem meira er hann er orðinn stjórnarformaður félagsins. Einhverjir hefðu nú haldið að það væri 100% vinna að stýra skráðu félagi og stærsta fjarskiptafélagi landsins.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is