*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Huginn og muninn
10. júní 2012 07:58

Geir safnaði góðum hráka

Geir H. Haarde og Bjarni Ármannsson horfðu á uppsetningu Þorleifs Arnar Arnarssonar á Pétri Gaut.

Birgir Ísl. Gunnarsson

Uppsetning Þorleifs Arnar Arnarssonar á Pétri Gaut með svissneska leikhópnum frá Luzerner Theater hefur vakið mikla athygli á listahátíð. Upplifun gesta er fjölbreytt; leikið er á þýsku og einhvern veginn úti um allt. Á einum tímapunkti í verkinu, þegar Pétur Gautur glímir ungur við leitina að sjálfum sér, stendur honum til boða að finna hamingjuna í heimi trölla. Hluti af því er að drekka hráka. Í leikverkinu gengur Pétur á milli leikara og lætur þá hrækja í skál. Svo heldur leikurinn áfram meðal áhorfenda sem er boðið að hrækja í dallinn.

Í síðustu viku var Bjarni Ármannsson í salnum og var dallinum beint að honum. Hann hafnaði því að spýta. Nálægt sat Geir H. Haarde. Forsætisráðherrann fyrrverandi safnaði góðum hráka og lét flakka. Það var því dágóður skammtur sem leikarinn dreypti á til að komast í heim tröllanna — eða það héldu áhorfendur að minnsta kosti.

Stikkorð: Huginn & Muninn
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is