*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Huginn og muninn
9. október 2021 08:14

Gísli kastar steinum úr glerhúsi

Gísli Marteinn gagnrýndi óþarflega há laun þingmanna en ríkið greiðir honum þó svipað há mánaðarlaun.

Gísli Marteinn er ófeiminn við að láta gamminn geysa á samfélagsmiðlinum Twitter.
Skjáskot

Samfélagsrýnirinn og sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson deildi á dögunum skoðunum sínum oft sem áður með notendum samfélagsmiðilsins Twitter, enda fá, ef nokkurt, málefni sem eru honum óviðkomandi. Í þetta skiptið viðraði hann þá skoðun sína að laun þingmanna væru óþarflega há.

„Klisjan um að við fáum svo frábært fólk með því að hækka launin er ekkert endilega rétt. Besta fólkið á þingi væri þar líka þótt launin væru „bara" milljón á mánuði," skrifaði Gísli Marteinn meðal annars.

Hann virðist þó hafa séð að sér því ekki löngu eftir að hafa deilt færslunni eyddi hann henni. Hrafnana grunar að glöggur lesandi tekjublaðs Frjálsrar verslunar hafi bent Gísla Marteini á að tekjur hans hafi numið hátt í 1,2 milljónum króna á mánuði á síðasta ári, sem er svipað há fjárhæð og þingfararkaup alþingismanna.

Ef Gísla Marteini er svo umhugað um að spara fjármuni skattgreiðenda gæti hann látið kné fylgja kviði og krafist lækkunar á eigin launum.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.