Fyrir ári síðan ríkti þónokkur bjartsýni í samfélaginu. Heimsfaraldurinn var í rénun og hagvaxtarspár jákvæðar. Útlitið var því býsna gott. Helstu áhyggjurnar lutu að verðbólgunni, sem var orðin þrálát og mældist 4,8%.

Í febrúar, raunar sama dag og sóttvarnaraðgerðum vegna faraldursins var aflétt hér á landi, réðust Rússar inn í Úkraínu. Stríðið, sem stendur enn, hefur eðlilega haft mikil áhrif í Úkraínu, þar sem þúsundir hafa látist og milljónir eru á flótta. Víða á meginlandi Evrópu hefur orkuverð hækkað gríðarlega og verðbólga sömuleiðis. Hér á Íslandi hefur orkukrísan ekki sömu áhrif en verðbólgan hefur aftur á móti haldið áfram að aukast og mælist nú yfir 9%. Verðbólgan á Evrusvæðinu og Bretlandi er þó enn hærri.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði