Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR reyndist að mati hrafnanna sá maður sem gekk hvað lengst eftir tyrnkesku leiðinni á árinu. Enda kemur hann við sögu í áramótauppgjöri hrafnanna.

Tyrkneska leiðin í efnahagsmálum var mönnum hugleikin á árinu enda hefur efnahagsstefna Erdogans forseta leitt til óðaverðbólgu og hruns gjaldeyrisins. Þegar verðbólga fór á skrið fyrri hluta ársins lagði Ragnar Þór Ingólfsson til að þak yrði sett á húsaleigu og stýrivexti og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi taka fasteignaliðinn úr vísitölu neysluverðs.

Ragnar reyndist einnig vera göngugarpur ársins. Ragnar gekk út af kjarafundi og sleit viðræðum við SA vegna þess að menn sem ekki voru á staðnum móðguðu hann. Eftir það gekk hann til kjaraviðræðna við SA. Að þeim loknum gekk hann til náða.

Huginn og muninn gera upp árið í tímaritinu Áramót, sem kemur út fimmtudaginn 29. desember.