*

mánudagur, 13. júlí 2020
Huginn og muninn
24. nóvember 2019 08:30

„Gott exit“

Útvarpsstjóri hætti nokkrum dögum áður en Ríkisendurskoðun birti skýrslu um RÚV.

Birgir Ísl. Gunnarsson

Í viðskiptalífinu er stundum talað um „gott exit“ og er þá oftast átt við þá sem hafa selt hlutabréf eða aðrar eignir á hárréttum tíma — hagnast vel á viðskiptunum.

Hrafnarnir telja að einnig sé hægt að segja að Magnús Geir Þórðarson, nýráðinn Þjóðleikhússtjóri, hafi einkar gott exit úr Efstaleitinu. Hann hætti sem útvarpsstjóri fyrir síðustu helgi en nokkrum dögum síðar birti Ríkisendurskoðun skýrslu um Ríkisútvarpið, þar sem fundið er að ýmsu smávægilegu, meðal annars því að allt síðan stofnunin hafi verið gerð að opinberu hlutafélagi hafi reksturinn verið ósjálfbær.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.