*

mánudagur, 13. júlí 2020
Huginn og muninn
30. ágúst 2019 18:04

Gúrkutíðinni bjargað

Borgarfulltrúar snæddu kornflakes-hjúpaðar kjúklingabringu en hefðu auðvitað átt að fá kornflakes-hjúpað blómkál.

Endur og gæsir við ráðhús Reykjavíkur.
Haraldur Guðjónsson

Eftir hina árlegu gúrkutíð sumarsins í fjölmiðlum ákvað meirihlutinn í Reykjavík, undir forystu Dags B. Eggertssonar, að bæta aðeins úr því og varpa lítilli sprengju til borgarbúa enda vel við hæfi nú þegar Braggamálið fagnar eins árs afmæli. Fulltrúar meirihlutans í Ráðhúsinu eru að skoða hvort minnka eigi framboð á dýraafurðum í mötuneytum grunnskóla borgarinnar.

Eftir þetta útspil meirihlutans hafa samfélagsmiðlar logað og allir fjölmiðlar tekið málið upp. Matseðillinn í Ráðhúsinu sjálfu hefur meira að segja orðið að fréttaefni. Þar komum við kannski að kjarna málsins. Er ekki verið að byrja á öfugum enda? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Í gær snæddu borgarfulltrúar Kornflakes-hjúpaðar kjúklingabringur en til að gefa gott fordæmi hefðu þeir auðvitað átt að fá kornflakes-hjúpað blómkál. Ef hrafnarnir skilja málið rétt þá er það fyrst og síðast af umhverfisástæðum sem börn eiga að borða minna kjöt. Er þá skautað ansi fimlega framhjá þeirri staðreynd að innflutt grænmeti, ávextir og korn skilja eftir sig töluvert kolefnisspor.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.