*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Týr
24. júní 2016 17:44

Hægrimaðurinn Guðni

Framboð Guðna er fjarri því að vera laumuframboð Sjálfstæðisflokksins heldur mun hann gæta hagsmuna „vinstrisins“.

Haraldur Guðjónsson

„Er það ekki til marks um einstæðan hæfileika sumra í íslenska vinstrinu að takast löngu fyrir kosningar að tala sig upp í að það sé ósigur vinstrisins og sigur hægrisins þegar frambjóðandinn sem sækir fylgi sitt mest til VG, Samfylkingar og Pírata vinnur sigur á Davíð Oddssyni?“

                                                     * * *

Þannig skrifar sagnfræðingurinn Stefán Pálsson á Facebook síðu sína í upphafi vikunnar. Kollegi hans, Guðni Th. Jóhannesson, er sem kunnugt er í forsetaframboði og nýtur meðal annars stuðnings Stefáns.

                                                     * * *

Það er þetta með hægrið og vinstrið eins og Stefán kemst svo skemmtilega að orði. Einhverjir hafa gert að því skóna að framboð Guðna sé laumuframboð Sjálfstæðisflokksins. Því fer þó fjarri.

                                                     * * *

Fyrir utan fv. aðstoðarmann Steingríms J. Sigfússonar, blaðamann sem var í framboði fyrir Vinstri græna og fv. framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar eru vissulega aðilar að störfum fyrir Guðna sem hafa starfað innan Sjálfstæðisflokksins. Týr lætur öðrum eftir að meta hvort það sé kostur eða galli að njóta stuðnings frá bæði hægri og vinstri.

                                                     * * *

Það fer þó ekki á milli mála að Guðni nýtur mikils stuðnings frá vinstri. Það er ekki að ástæðulausu. Þeir fjölmiðlamenn, fræðimenn og fjölmörgu aðilar af vinstri vængnum sem lýst hafa yfir stuðningi við framboð Guðna eru fullvissir um að hann mun gæta hagsmuna „vinstrisins“ svo vitnað sé í orðalag Stefáns. Það sem gæti þó reynst erfitt er að hagsmunir vinstrisins og þjóðarinnar fara ekki alltaf saman.

                                                     * * *

Þeir sem lýst hafa yfir stuðningi við Guðna og gengið berserksgang á samfélagsmiðlum honum til stuðnings er að megninu til sami hópur og telur sig iðulega tala í nafni þjóðarinnar. Þessi hópur stendur þó ekki alltaf með þjóð sinni þegar á þarf að halda, t.d. í Icesave-baráttunni svo tekið sé nærtækt dæmi sem enn á við. Það er mun auðveldara að hafa þetta fólk í liði með sér en á móti, sérstaklega á tímum þar sem menn meta verðleika sína á samfélagsmiðlum.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is