*

fimmtudagur, 24. september 2020
Huginn og muninn
2. febrúar 2020 10:02

Hætt í háskólanum

Á skömmum tíma hafa tveir kennarar hætt störfum við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Guðrún Johnsen.
Haraldur Guðjónsson

Guðrún Johnsen hagfræðingur hefur látið af störfum sem lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Eftir því sem Hrafnarnir komast næst náðist samkomulag um starfslok á síðustu vikum nýliðins árs.

Ástæður starfslokanna eru óljósar en vitað er að samstarfsörðugleikar voru í Viðskiptafræðideildinni. Það sem vekur þó ekki síður athygli er að Guðrún er annar stjórnarmaður Gegnsæis – samtaka gegn spillingu, sem missir stöðu sína í Viðskiptafræðideild Háskólans á skömmum tíma. Ásgeir Brynjari Torfasyni var sem kunnugt er sagt upp störfum hjá Háskólanum á liðnu ári. Bæði hafa þau verið álitsgjafar fjölmiðla um hin ýmsu viðskiptalegu málefni og þá sérstaklega aukið siðferði.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.