Hjálparsamtökin Hagfræðingar án landamæra eða Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eins og hann er oft kallaður sendu fulltrúa sína í reglubundna heimsókn á dögunum.

Í áliti sendinefndarinnar er bent á augljós atriði á borð við það að útgjaldavöxtur ríkisins er óheftur með öllu og allar líkur séu á að vextir þurfi að hækka enn frekar til að ná böndum á verðbólgu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og aðrir ráðherrar hefðu getað fengið þau skilaboð af lestri Viðskiptablaðsins en það er önnur saga...

Huginn og Muninn er einn af skoðanadálkum Viðskiptablaðsins. Lesa má þennan í heild sinni í Viðskiptablaðinu sem kom út 11. maí.