*

fimmtudagur, 3. desember 2020
Huginn og muninn
26. júní 2020 07:01

Hagkvæmar á jörðu niðri

Hrafnarnir bíða líkt og aðrir átekta eftir fregnum af því hvernig hlutafjársöfnun Icelandair mun vegna.

EPA

Hrafnarnir bíða líkt og aðrir átekta eftir fregnum af því hvernig hlutafjársöfnun Icelandair mun vegna. Félagið freistaði þess að ná samningum við lánardrottna, flugfreyjur og ríkið áður en til útboðs kemur en í vikunni náðust samningar við flugfreyjur eftir langa pattstöðu.

Lítið hefur hins vegar verið rætt um flotamál félagsins að undanförnu en hluti hans er kominn nokkuð til ára sinna. Forstjórinn Bogi Nils Bogason sagði við Viðskiptablaðið í liðinni viku að eldri vélarnar væru „hagkvæmar í rekstri miðað við núverandi aðstæður“. Með öðrum orðum, það kostar lítið að hafa þær á jörðu niðri.

Hrafnarnir spyrja sig hins vegar að því hvort umræddar vélar séu jafn hagkvæmar þegar þær komast loksins á loft og hvaða áhrif, ef einhver, tilvist þeirra í flotanum mun hafa á áhuga fjárfesta á komandi hlutafjárútboði.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.