*

fimmtudagur, 20. júní 2019
Huginn og muninn
12. desember 2015 10:10

„Hagnaður af tekjulausum rekstri"

Rekstur jólasveinsins er mjög óvenjulegur. Engar tekjur, engar afskriftir, engin fjármagnsgjöld en ómæld ánægja.

Haraldur Guðjónsson

Nokkur kurr varð í Noregi eftir að norska blaðið Aftenposten birti dánartilkynningu jólasveinsins á vefsíðu sinni. Þar sagði að jólasveinninn hefði fæðst 12. desember 1788  og látist 3. desember 2015.

Öllu skemmtilegra var jólagrínið í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 19. desember 2002, þegar tekið var viðtal við jólasveininn og birt undir fyrirsögninni „Hagnaður af tekjulausum rekstri“. Þar sagði tólasveinninn að rekstur hans væri vissulega óvenjulegur, enda tekjurnar engar. „EBITDA-framlegð er því nærri núllinu, afskriftir engar og fjármagnsgjöld ekki heldur. Hagnaður, mældur í ánægju okkar starfsmannanna, er hins vegar óendanlegur,“ sagði jólasveinninn.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is