*

föstudagur, 10. júlí 2020
Huginn og muninn
16. nóvember 2019 10:05

Háleit markmið

Samkvæmt kynningum til væntanlegra fjárfesta er áætlað að verðmæti félagsins eftir þrjú ár verði 79 milljarðar króna.

Arnar Már Magnússon, forstjóri Play.

Hröfnunum þykir gaman að háleitum markmiðum en senn gæti plássið í háloftunum minnkað gangi áform um stofnun flugfélagsins Play eftir.

Samkvæmt kynningum til væntanlegra fjárfesta sem Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, leitar eftir er áætlað að verðmæti félagsins eftir þrjú ár verði 79 milljarðar króna.

Upphæðin minnti hrafnana á að fyrir rétt rúmu ári mátti lesa í Financial Times að Skúli Mogensen, þá forstjóri og eigandi Wow air, taldi flugfélagið að minnsta kosti 44 milljarða króna virði og skrá ætti það á hlutabréfamarkað innnan fárra ára. Þegar tilkynnt var um kaup Icelandair á Wow í byrjun nóvember 2018 var kaupverðið komið niður í að hámarki fjóra milljarða. Það sem gerðist í kjölfarið þarf ekki að rekja í smáatriðum fyrir lesendum.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.