*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Huginn og muninn
26. maí 2019 08:46

Hallarbylting í FKA?

Tveir fyrrverandi formenn Félags kvenna í atvinnulífinu hafa sagt sig úr félaginu.

Stjórn FKA. Áslaug Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður Aradóttir, Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður, Lilja Bjarnadóttir, Sigríður Hrund Pétursdóttir en á myndina vantar Huldu Bjarnadóttur og Margréti Jónsdóttir Njarðvík.
Aðsend mynd

Nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) var kjörinn á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í húsakynnum deCode í síðustu viku.

Nýi formaðurinn er Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Bauð hún sig fram gegn Rakel Sveinsdóttur, sitjandi formanni, og hafði betur. Hlaut Hulda Ragnheiður 182 atkvæði en Rakel 144.

Hrafnarnir heyra að fundurinn hafi verið spennuþrunginn og segja sumir að þennan fallega sumardag hafi farið fram vel undirbúin hallarbylting í Vatnsmýrinni. Miðað við það sem gerðist í kjölfarið á aðalfundinum virðist sem einhvers konar klofningur hafi átt sér stað því Margrét Kristmannsdóttir, fyrrverandi formaður FKA og framkvæmdastjóri Pfaff, sagði sig úr félaginu eftir fundinn og Rakel, fráfarandi formaður, gerði slíkt hið sama.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is