*

laugardagur, 29. janúar 2022
Huginn og muninn
13. maí 2018 11:01

Handsprengjur kjararáðs

Stjórnendur ríkisfyrirtækja eru fæstir á samkeppnismarkaði en Harpa er á þeim markaði og hvað gerðist?

Haraldur Guðjónsson

Kjararáð hefur varpað hverri handsprengjunni á fætur annarri inn á íslenskan vinnumarkað undanfarin misseri með hækkunum á launum ráðherra, þingmanna, skrifstofustjóra ráðuneyta, biskups og svona mætti lengi telja. Stjórnir ríkisfyrirtækja hafa einnig verið örlátar við sína menn og skammtað þeim ríflega. Þvert gegn því sem Fjármálaráðuneytið kallaði eftir.

Flestir þessara stjórnenda búa við þann munað að viðskiptavinir þeirra hafa ekki val um að fara annað. Því brosa menn út í annað þegar stjórnendur geta ekki annað en óskað þess að launin séu lækkuð að nýju af ótta við að missa viðskipti, eins og Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Höpru, gerði í vikunni. Lifi samkeppnin!

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.