*

fimmtudagur, 29. október 2020
Snorri Páll Gunnarsson
14. apríl 2017 13:01

Harðstjórn meirihlutans

Frelsi er rétturinn til þess að segja fólki það sem það vill ekki heyra, og sannleikurinn óttast engar spurningar eða gangrýni.

Eins og flestir er undirritaður enginn vísindamað­ur. Hann þykist ekki sérfræðingur um lofstlagsmál eftir að hafa horft á kvikmynd eftir Al Gore og hefur enga sérstaka skoðun á því af hverju jörðin er að hlýna. En hann hefur áhyggjur af því hvernig ofríki og einsýni hafa í vaxandi mæli mótað umræðuna um lofstlagsmál.

Hvort sem hlýnun jarðar er af mannavöldum eða náttúrulegum ástæðum er flóðbylgja umburðarleysis að grafa undan skynsamlegri umræðu um loftslagsbreytingar

Íslenskur „sérfræðingur“ í loftslagsmálum sló um sig í Ríkisútvarpinu um daginn og var stað­ fastlega á þeirri skoðun að hlýnun jarðar væri af mannavöldum. Það væri óvéfengjanleg vísindaleg stað­reynd og því þyrftu sérfræðingar (og stjórnvöld) að „hafa vit fyrir öðrum“ í „baráttunni“ við loftslagsbreytingar. Þar með var gefið í skyn að sjálf umræðan væri tilgangslaus og að það væri bara ein rétt skoðun í þessu máli.

Við þetta bætti viðmælandinn að „tími aðgerða væri runninn upp.“ Í sjálfu sér hafa spádómar um að heimsendir sé í nánd fylgt mannkyninu frá órófi alda.

Losun gróðurhúsalofttegunda virðist vera útbreiddasta skýringin á því af hverju jörðin er að hlýna. En umræðan um loftslagsbreytingar einkennist oft af takmörkuðu umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra og jafnvel tilraun til að þagga niður í þeim sem ekki deila skoðunum meirihlutans.

Ef fólk bendir á að vísindamenn séu ósammála um orsakir hnattrænnar hlýnunar, að talsmenn hnattrænnar hlýnunar af mannavöldum hafi margir fjárhagslegra hagsmuna að gæta, að umbreyting samfélagsins yfir í umhverfisvænni orkuneyslu hafi í för með sér gríðarlegan og oft óhagkvæman kostnað fyrir skattgreiðendur og auk þess útþenslu ríkisbáknsins á kostnað einkaframtaksins, er því iðulega brugðið um þekkingarleysi og skort á „víðsýni“ og að ganga erinda kapítalista í jarðefnaiðnaði.

Samkeppni hugmynda og skoð­ ana er afar mikilvæg frjálsu samfé­lagi. Þegar vernda þarf sjónarmið gegn gagnrýni geta þau ekki talist vísindaleg. Frelsi er rétturinn til þess að segja fólki það sem það vill ekki heyra, og sannleikurinn óttast engar spurningar eða gangrýni.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.