*

mánudagur, 21. september 2020
Huginn og muninn
14. júlí 2019 10:30

Harka, tækin og tilgangurinn

Framkvæmdastjóri Eflingar berst af hörku fyrir sitt fólk en hvaða meðul réttlætir tilgangurinn?

Meiri harka er nú sýnd í deilum á vinnumarkaði en þekkst hefur í lengi.
Haraldur Guðjónsson

„Það er tími fyrir hörku, tími fyrir staðfestu, tími fyrir málamiðlanir og tími fyrir samkomulag.“ Þessi orð harðjaxlsins Jimmy Hoffa, sem fór fyrir hinu alræmda verkalýðsfélagi, Teamsters, á sjöunda áratugnum, flugu Hröfnunum í hug þegar þeir fylgdust með framgöngu Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, í deilu samtakanna við fyrirtækið Eldum rétt. 

Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, sakaði Eflingu um að vega að orðspori félagsins með því að fara með málið í fjölmiðla. „Já, við í Eflingu berjumst af hörku fyrir okkar fólk og notum til þess þau tæki sem við höfum,” svaraði Viðar og augljóst að núna er hvorki tími fyrir málamiðlanir né samkomulag.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.