*

miðvikudagur, 12. ágúst 2020
Huginn og muninn
27. júlí 2020 08:03

Hávær stjórnarskrár minnihluti

Á samráðsgáttina mætti hávær minnihluti sem kallar eftir „nýju stjórnarskránni“ sama hvað tautar og raular.

Meira af stjórnarskrármálum en í gær lauk samráði um fyrirhugaðar breytingar á þeim kafla stjórnarskrárinnar sem fjallar um forseta Íslands. 150 umsagnir höfðu borist síðast þegar hrafnarnir gáðu og skemmst er frá því að segja að fæstar þeirra voru gagnlegar.

Á samráðsgáttina mætti hávær minnihluti sem kallar eftir „nýju stjórnarskránni“ sama hvað tautar og raular. Birtust þar yfirlýsingar um að réttast væri að lögfesta hina nýju sem „alþjóð kaus löglega“, það væri ekki verk þingmanna að setja stjórnarskrá og fyrirhugaðar breytingar sagðar „ólýðræðislegar“ og jaðra við landráð.

Hinn háværi minnihluti hunsar, aldrei þessu vant, allar athugasemdir sér fróðari manna og þá óvissu sem ný stjórnarskipunarlög hefðu á íslenskan rétt. Mögulega gætu Píratar litið til þessa markhóps við sölu Stjórnarskrárspils en sennilega yrði framboðið meira en eftirspurnin, alveg eins og með „nýju stjórnarskrána“.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.