*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Huginn og muninn
28. nóvember 2021 10:12

Heillaður af skipulagsmálum

Hrafnarnir ætla að hjúfra sig í laup á umferðaeyjunni við nýju þrenginguna á Háaleitisbraut og glugga í bók borgarstjórans.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Haraldur Guðjónsson

Bókaútgáfa er í miklum blóma fyrir þessi jól. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er í jólabókaflóðinu í ár með bók sína „Nýja Reykjavík – umbreytingar í ungri borg“.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Dagur fer fram á ritvöllinn því um síðustu aldamót skrifaði hann ævisögu Steingríms Hermannssonar, sem kom út í þremur bindum. Í nýju bókinni er borgarstjórinn í allt öðrum gír. Hann fjallar um umskiptin sem hann hefur séð í borgarlífinu á undanförnum áratugum og hvernig borgin mun breytast á komandi árum. Í Bókatíðindum er sagt stuttlega frá bókinni og þar segir að í henni sé hulunni svipt af ýmsu sem gerst hafi bak við tjöldin í borgarpólitíkinni. Enn fremur segir að Dagur hafi fljótlega heillast af skipulagsmálum og séð að þau voru grunnurinn að góðri og lifandi borg.

Hrafnarnir ætla að hjúfra sig í laup á umferðareyjunni við nýju þrenginguna á Háaleitisbraut um jólin og glugga í þessa forvitnilegu bók.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.