*

miðvikudagur, 3. júní 2020
Huginn og muninn
18. apríl 2020 10:02

Heilsufar og vínbúðir

Það er beinlínis brýnt heilbrigðismál að leyfa netverslun með áfengi.

Vínbúðin í Smáralind.
Eva Björk Ægisdóttir

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, brosir væntanlega í kampinn því nú berast reglulega fréttir af mikilli sölu áfengis í Vínbúðunum. Svo virðist sem landinn hafi vökvað sig hressilega um páskana því salan í Vínbúðunum var 18% meiri en um páskana í fyrra. En er fólk að drekka meira en venjulega? Því er ómögulegt að svara því í þessar fréttir vantar upplýsingar um söluna í Fríhöfninni, sem er væntanlega engin um þessar mundir.

Að þessu sögðu þá hafa hrafnarnir miklar áhyggjur af heilsufari þjóðarinnar á þessum fordæmalausu tímum. Þess vegna er mjög aðkallandi að heimila strax netverslun með áfengi, það er beinlínis brýnt heilbrigðismál. Með því væri hægt að sporna gegn því að fólk hópist í Ríkið, hóstandi og hnerrandi framan í hvert annað í röðinni fyrir utan eða fyrir framan rauðvínsrekkann.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.