*

þriðjudagur, 28. september 2021
Huginn og muninn
9. júní 2018 10:39

Heimsyfirráð eða dauði

Sósíalistaflokkurinn aðhyllist mjög einfalda en óhugnanlega stefnu.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins.
Aðsend mynd

Sósíalistaflokkurinn með Sönnu Magdalenu í fararbroddi kastaði grímunni um helgina þegar hann gerði lýðræðislega kjörnum borgarfulltrúum ljóst að flokkurinn ætlaði sko ekki að taka þátt í meirihlutastarfi ef hann þyrfti að hvika frá einu einasta stefnumáli. Þannig yrðu þau húsþrælar og tamdar millistéttarkonur í dragt.

„Við sósíalistar viljum meira en eitthvað notalegt sem valdið er til í að rétta fáeinum af okkur. Við viljum eitthvað frábært, við viljum eitthvað magnað, við viljum eitthvað byltingarkennt,“ var skrifað.

Flokkurinn, sem skilgreinir sig sem hreyfingu en ekki flokk, aðhyllist því mjög einfalda en óhugnanlega stefnu: heimsyfirráð eða dauða. Flokkurinn dró þó aðeins í land í vikunni þegar því var lýst yfir að flokkurinn myndi styðja mikilvæg mál, eins og að borgin hækki lægstu laun strax í 400 þúsund og versli ekki við arðræningja sem greiða sínu starfsfólki minna en það.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.

Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.