*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Örn Arnarson
5. júlí 2021 07:03

Hekk­­klippur, hags­muna­á­­rekstrar og raf­­­magnaðir leið­­togar

Það er ekki hlutverk fjölmiðla að miðla án athugasemda eða gagnrýnna spurninga órökstuddum og fjarstæðukenndum skoðunum.

Kjarninn birti ný­lega undar­lega frétta­skýringu, en til­gangur hennar virðist fyrst og fremst vera að gera blaða­menn á öðrum miðlum tor­tryggi­lega. Um er að ræða könnun á hluta­bréfa­eign annarra blaða­manna. Hörður Ægis­son, rit­stjóri Markaðarins, er skot­spónn greinarinnar, en upp­lýst er um að hann hafi varið sparnaði sínum í kaup á hluta­bréfum í nokkrum fé­lögum sem eru skráð í Kaup­höllina. Einungis Hörður er nefndur á nafn, þar sem rann­sóknar­blaða­maður Kjarnans segist ekki hafa fundið fleiri dæmi um blaða­menn sem áttu meira markaðs­virði en sem nemur einni milljón - segir það eitt­hvað um gæði þeirrar heimildar­vinnu sem liggur að baki greininni. Hörður á samt hluta­bréf fyrir meira en milljón í Arion banka og Marel og er þar í hópi með tæp­lega tuttugu þúsund manns. Hluta­bréfa­safnið er því yfir­vigtað í þeim fé­lögum sem hafa hvað mesta vigt í Kaup­höllinni, líkt og í flestum verð­bréfa- og hlut­deildar­sjóðum sem al­menningi stendur til boða.

Það sem er kannski frétt­næmast við þessa grein er þáttur Sig­ríðar Daggar Auðuns­dóttur, formanns Blaða­manna­fé­lagsins. Haft er eftir henni að virði þess sparnaðar sem blaða­menn leggi í skráð hluta­bréf skipti engu máli þegar komi að fimmtu grein siða­reglna Blaða­manna­fé­lagsins, sem kveður á um að blaða­menn eigi að forðast að fjalla um fé­lög sem þeir eigi aðild að.

Það er ó­neitan­lega sér­stakt að for­maðurinn telji þessa reglu eiga við um al­mennings­hluta­fé­lög, sem ein­mitt eru þeirrar náttúru að allt er þar uppi á borðum og með jöfnum hætti, ein­mitt og sér­stak­lega til þess að Jón og Gunna geti keypt þar hluta­bréf á jafn­réttis­grund­velli við sér­fróða markaðs­aðila. Þau eru ætluð til þess að varð­veita og á­vaxta sparnað en eru ekki á­hættu­fjár­festing. Og rétt er að halda því til haga að þarna mælir sama Sig­ríður Dögg og fyrir skömmu sagði í við­tali við starfs­systur sína á RÚV „að blaða­menn séu sí­fellt sakaðir um að vera drifnir á­fram af annar­legum hvötum og sið­ferði þeirra dregið í efa," sem hún taldi á­kaf­lega miður. Það er sem fyrr að sumir eru jafnari en aðrir.

Það er dregið sér­stak­lega fram í um­fjöllun Kjarnans að Hörður hafi fjallað 19 sinnum á árinu um Arion í fréttum og einu sinni um Marel. Ekki er tekið fram að flestar þessara frétta fjalla um sölu er­lendra fjár­festingar­sjóða á hluta­bréfum í Arion eða þá endur­miðlun á opin­berum upp­lýsingum eins og kaup­hallar­fréttum. Kjarninn tekur síðan sér­stak­lega fram að sér­fræðingur úr greiningar­deild Arion hafi komið í við­tal til Harðar til þess að fjalla um ný­út­komna þjóð­hags­spá bankans.

Til upp­lýsingar skal þess getið að undir­ritaður er fyrr­verandi vinnu­fé­lagi og góður vinur Harðar og hefur enn ekki skilað honum til baka hekk­klippum sem hann fékk lánaðar frá honum í fyrra­sumar.

* * *

Það er ekki hlut­verk fjöl­miðla að miðla án at­huga­semda eða gagn­rýnna spurninga ó­rök­studdum og fjar­stæðu­kenndum skoðunum nafn­togaðra ein­stak­linga til les­enda sinna. Þeir sem stunda þannig blaða­mennsku bæta engu við blogg­síður og gagnast les­endum lítt. Á mánu­dag sá vef­út­gáfa Morgun­blaðsins á­stæðu til að leita á­lits Þor­valds Gylfa­sonar, hag­fræði­prófessors við Há­skóla Ís­lands og pistla­höfund Stundarinnar, á sölu á 35% hlut ríkis­sjóðs í Ís­lands­banka og skráningu bankans í Kaup­höllina í kjöl­farið. Eins og oft áður bregður Þor­valdur sér í hlut­verk litla hrun­sölu­mannsins sem reglu­lega fer um stræti og torg dægur­mála­um­ræðunnar æpandi í ör­væntingu.

Í við­talinu segir Þor­valdur: „Salan á bréfum ríkisins í Ís­lands­banka hefst með ná­kvæm­lega sama hætti og einka­væðing Búnaðar­bankans og Lands­bankans 1998."

Blaða­maður lætur al­farið eiga sig að spyrja Þor­vald nánar út í líkindi þess að selja um 50% hlut í Lands­bankanum annars vegar og Búnaðar­bankanum hins vegar og að selja 35% hlut ríkisins til þeirra 24 þúsund ein­stak­linga og lög­aðila sem tóku þátt í Ís­lands­banka­út­boðinu á dögunum.

Svo fær Þor­valdur ó­á­reittur að halda fram gömlum tuggum sem eru í engu sam­ræmi við veru­leikann. Tökum eitt dæmi: „Ef allt væri eins og það á að vera, þá væri ekkert nema gott um það að segja að al­menningur vildi eiga hlut í fyrir­tækjum. Það er bara til marks um styrkan fjár­mála­markað, ef fyrir­tæki geta jöfnum höndum fjár­magnað starf­semi sína með lán­töku eða með út­gáfu hluta­fjár.

En það er bara ekkert eðli­legt á­stand á Ís­landi. Hér eru þrír bankar, sem hafa þá sér­stöðu í allri Evrópu að þurfa ekki að keppa við er­lenda banka á heima­velli. Þess vegna eru ís­lensku bankarnir fá­keppnis­fyrir­tæki, sem borga al­menningi allt of lága inn­láns­vexti og allt of háa út­láns­vexti. Þannig eru þau bara fá­keppnis­fyrir­tæki, sem okra bara eins og fá­keppnis­fyrir­tæki gera, það liggur í hlutarins eðli. Og þeim mun verra á það við að einka­væða slíka starf­semi, menn eru að gera þetta í rangri röð."

Í fyrsta lagi ríkir ekki fá­keppni á út­lána­markaði á Ís­landi og stóru bankarnir eru fjarri því að sitja einir að honum. Þannig hafa er­lendir bankar aukið markaðs­hlut­deild sína í fyrir­tækja­lánum hér á landi undan­farin ár, enda hafa þeir sam­keppnis­for­skot á þá ís­lensku í krafti hag­felldara skatta­um­hverfis. Fyrir­tæki hafa einnig þann val­kost að fjár­magna sig á hluta­bréfa­markaði sam­hliða annarri fjár­mögnun, þannig að það er frá­leitt að bankarnir þrír sitji einir að lán­veitingum til þeirra. Þegar kemur að í­búða­lánum til al­mennings eru bankarnir þrír í harðri sam­keppni við líf­eyris­sjóði um að bjóða bestu kjörin á þeim markaði. Á undan­förum árum hefur reglu­um­hverfinu verið breytt með þeim hætti að al­menningur á hægt um vik um að færa sig milli lán­veit­enda í leit að bestu kjörum og er kostnaðurinn við þann flutning lítill. Á sama tíma hefur inn­reið fjár­tækni­byltingarinnar valdið straum­hvörfum í fjöl­breytni á þeirri fjár­mála­þjónustu sem bankarnir sátu áður einir að og allt þetta hefur aukið sam­keppnina á þessum markaði til muna.

* * *

Það hefur verið kostu­legt að fylgjast með frétta­flutningi af út­boðs­málum Reykja­víkur­borgar í stærstu miðlum landsins að undan­förnu. Sem kunnugt er ó­gilti kæru­nefnd út­boðs­mála samning Reykja­víkur­borgar við Orku náttúrunnar um upp­setningu raf­hleðslu­stöðva í borginni á dögunum. Sam­kvæmt úr­skurðinum átti Reykja­víkur­borg að bjóða verkið út á Evrópska efna­hags­svæðinu í stað þess að ganga til samninga við ON, sem er eins og allir vita í eigu borgarinnar.

Frétta­flutningurinn hefur fyrst og fremst snúist um af­leiðingar úr­skurðar kæru­nefndar út­boðs­mála og hvort Ísorka, sem er í beinni sam­keppni við ON um þjónustu við raf­bíla, hafi farið fram á að hleðslu­stöðvunum yrði lokað. Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri hefur komist upp með að gera lítið úr niður­stöðu kæru­nefndarinnar og sagt hana byggja á „laga­tækni­legu at­riði". Þetta er sér­stök nálgun og sætir furðu að fjöl­miðlar hafi ekki gengið harðar fram eftir greinar­betri svörum. Lög og reglur um út­boð opin­berra aðila eiga að tryggja að virk sam­keppni fái að þrífast og að hið opin­bera vald hygli ekki sínum eigin fyrir­tækjum eða öðrum sem eru í náðinni á kostnað annarra fyrir­tækja. Það er ó­neitan­lega sér­stakt að komast upp með að lýsa broti á þessum reglum sem ein­hverju stagli um „laga­tækni­legt at­riði".

Það er aug­ljóst að pottur er brotinn í út­boðs­málum borgarinnar. Í á­gætri frétta­skýringu sem birtist um málið í Við­skipta­blaðinu fyrir viku kemur fram að síðasta hálfa árið hefur Reykja­víkur­borg gerst fjórum sinnum brot­leg við lög um opin­ber inn­kaup. Í einu þessara mála efndi borgin hrein­lega ekki til út­boðs heldur samdi beint við dóttur­fé­lag sitt, ON, um LED-væðingu götu­ljósa í Reykja­vík. Þrátt fyrir að borginni hafi verið gert að bjóða út þjónustuna heldur ON sínu striki og var ný­lega að aug­lýsa eftir „raf­mögnuðum leið­togum" til að sjá um þessi verk­efni sem fé­lagið fékk með ó­lög­mætum hætti.

* * *

Ónákvæmni gætti í orðalagi þessa fjölmiðlapistils og mátti skilja hann á þá leið að rannsóknarblaðamenn Kjarnans hafi ekki fundið fleiri dæmi um blaðamenn sem ættu hlutabréf sem eru verðmeiri en ein milljón króna í skráðum félögum: Jónas Atli Gunnarsson blaðamaður á Kjarnanum benti undirrituðum á að fram komi í umfjöllun miðilsins að þeir hafi fundið dæmi um slíkt en ekki séð að viðkomandi blaðamenn hafi fjallað um fyrirtæki sem þeir eiga hlutabréf í. Er þessu hér með komið á framfæri en undirritaður ítrekar að hann hafi séð gögn sem sýna hið gagnstæða. 

Örn Arnarson

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.