*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Huginn og muninn
1. maí 2017 10:04

Helgi í Góu og lífeyrissjóðirnir

Það fer skelfilega í taugarnar á Helga í Góu að lífeyrissjóðirnir skuli einblína á það að ávaxta fé sjóðfélaga í stað þess að sinna gæluverkefnum Helga.

Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu.
Gunnhildur Lind Photography

Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, fór aðeins seinna af stað með árlega herferð sína gegn lífeyrissjóðakerfinu, en í ár beið hann þar til eftir páskaeggjavertíðina. Er það skemmtileg tilbreyting, en málflutningurinn hefur hins vegar lítið breyst.

Það fer skelfilega í taugarnar á Helga að lífeyrissjóðirnir skuli einblína á það að ávaxta fé sjóðfélaga í stað þess að sinna gæluverkefnum Helga. Vill hann frekar að sjóðirnir noti lífeyri sjóðfélaga til að byggja litlar íbúðir fyrir eldra fólk.

Í raun er Helgi aðeins að krefjast þess að gengið verði á rétt þeirra sem enn eru að greiða í sjóðina þeim til hagsbóta sem eru nú þegar að fá greitt úr þeim.

Þannig getur lífeyrissjóðakerfið ekki virkað. Sjóðsöfnunarkerfi byggir á þeim grunni að við fáum það úr sjóðunum sem við greiðum í þá. Öðruvísi getur ekki myndast sátt um kerfið

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.