*

mánudagur, 13. júlí 2020
Huginn og muninn
10. nóvember 2019 08:04

Herferð á vefmiðlum

Hrafnarnir hafa undanfarið fylgst með herferð Samkeppniseftirlitsins gegn fyrirhuguðum breytingum á samkeppnislögum.

Þröstur Njálsson

Hrafnarnir hafa undanfarið fylgst með herferð Samkeppniseftirlitsins (SKE) gegn fyrirhuguðum breytingum á samkeppnislögum en þar fer forstjórinn Páll Gunnar Pálsson fremstur í flokki. Fréttir af meinsemdum í frumvarpinu hafa verið tíðar á vef eftirlitsins og í raun svo að stofnaður hefur verið sérstakur undirflokkur á vef SKE þess efnis. S

amtímis birtast færslur með fréttunum á samfélagsmiðlasíðum SKE en eftirlitið hefur eytt 137 þúsund krónum undanfarin fimm ár í að kosta slíkar færslur. Sú upphæð er að vísu frá í apríl á þessu ári og sennilegt að hún hafi hækkað undanfarna mánuði. Hrafnarnir velta því fyrir sér hvort samrunagjöld, sem samkvæmt frumvarpinu munu renna beint til SKE, þýði að meiri fjármunir verði í slíkar herferðir í framtíðinni enda mikilvægt að eftirlitið sé sýnilegt á samfélagsmiðlum. 

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.