*

fimmtudagur, 25. febrúar 2021
Huginn og muninn
17. janúar 2021 09:02

Hjörtun á Íslandi og í Súdan

Í gegnum tíðina hafa Píratar sýnt og sannað að þeir sjá heiminn ekki með sömu augum og aðrir og mál þeirra borið þess merki.

Haraldur Guðjónsson

Í gegnum tíðina hafa Píratar sýnt og sannað að þeir sjá heiminn ekki með sömu augum og aðrir og mál þeirra borið þess merki. Hrafnarnir ætluðu hins vegar ekki að trúa eigin eyrum þegar Björn Leví Gunnarsson kynnti drög að tillögu um að leyfa fjölkvæni.

Skemmst er frá því að segja að Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök, sem á tyllidögum eru Pírötum ofarlega í huga, leggjast eindregið gegn slíku að ógleymdu flækjustiginu sem fylgir.

Slík breyting, sem virðist aðeins pennastrik á pappír, kallar til að mynda á breytt erfðalög, barnalög, jarðalög að ógleymdri endurskoðun á almannatryggingakerfinu og gífurlega aukið flækjustig í skattkerfinu. Einhver myndu segja að TR og Skatturinn ættu fullt í fangi með verkefni sín nú en Píratar telja rétt að bæta á þau.

Verði af málinu erum við þó heppin enda hægt að sækja fyrirmyndir til Íran, Pakistan, Erítreu, Súdan og Suður-Súdan.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.