*

þriðjudagur, 28. september 2021
Huginn og muninn
5. desember 2020 10:01

Hófsemi Ragnars Þórs

Áhugavert væri að heyra hvað formaður VR hefur verið að hugsa á meðan hann situr á sér í opinberri umræðu.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Haraldur Guðjónsson

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, benti auðmjúkur í færslu á Facebook í vikunni að hann hafi reynt að temja sér hófsemd í orðavali en nú væri honum ofboðið. Tilefnið var grein eftir Ragnar sem bar fyrirsögnina „Sértrúarsöfnuð Arðræningja“ og fjallar um Samtök atvinnulífsins.

Áhugavert væri að heyra hvað Ragnar hefur verið að hugsa í raun og veru í gegnum tíðina á meðan hann hefur setið á sér í opinberi umræðu.

Til að mynda þegar Ragnar kallaði eftir því að stjórn og yfirstjórn Icelandair yrði rekin úr starfi, sagði lífeyriskerfið hafa verið misnotað í áralöngu arðráni, að Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og eins eigenda Kjöríss, ætti að snúa sér að ísgerð í stað þess að tjá sig um lífeyrismál, baunaði á Guðmund Guðmundsson, landsliðsþjálfara í handbolta, sagði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vera með skítlegt eðli og sakaði Halldór Benjamín Þorbergsson og Davíð Þorláksson hjá SA um lögbrot í tengslum við fjármögnun hótels á Landsímareit — svo nokkur dæmi séu nefnd frá síðustu mánuðum.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér


Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.