Domino Coral Bay er fimm stjörnu lúxushótel í Egyptalandi. Þar gistu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og á þriðja tug embættismanna sem sóttu loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar einkageirans þurftu að gera sér að góðu ódýrari hótel sem bera að sögn kunnugra þess merki að höfða til rússnesku millistéttarinnar sem enn getur ferðast til Egyptalands. Enda gerir fólk sem er plagað af loftlagskvíða og flugviskubiti miklar kröfur.

Miðað við hvernig mál hafa þróast hér á landi kemur ekki hröfnunum á óvart að ríkisgeirinn sé leiðandi í þessum efnum og geri mun meiri kröfur um þægindi og aðbúnað en einkageirinn sættir sig við.

Huginn og Muninn gera upp árið í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.