*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Huginn og muninn
5. janúar 2019 17:02

Huginn & Muninn gera upp árið 2018

Hrafnarnir veltu árinu fyrir sér á sinn einstaka hátt og völdu þá sem sköruðu framúr í orðræðunni, hverjir á sínu sviði.

Rakel Þorbergsdóttir er fréttastjóri Ríkisútvarpsins, en fréttastofan lagði á áhugaverðan hátt út frá könnun sem sýndi Ísland meðal minnst spilltustu ríkja heims.
Haraldur Guðjónsson

Fyrirsögn ársins: Á lista 180 ríkja var Ísland í 13. sæti yfir minnst spilltustu ríki heims. Fyrirsögn RÚV vegna málsins var; „Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda“.

Kosningaspá ársins: Í beinni útsendingu sagði fréttamaður RÚV við Hildi Björnsdóttur að „líklega“ næði hún kjöri í borgarstjórn, þegar tilkynnt var að hún yrði í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Húskarl ársins: Róbert Trausti Árnason.

Tengdapabbi ársins: Tengdapabbi Ögmundar markmanns.

Skattaafsláttur ársins: Landhelgisgæslan siglir skipum sínum til Færeyja til að losna við háa álagningu á eldsneyti.

Leynifundur ársins: Fundur nokkurra þingmanna á Klaustri bar.

Hús ársins: Er reyndar braggi.

Áhrifavaldur ársins: Brynjar Níelsson alþingismaður víkkaði út starfsemi sína þegar hann fór líka að skrifa á twitter.

Viðkvæmni ársins: Skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara skrifaði forsætisnefnd borgarinnar bréf til að vekja athygli á því að umræða um of stóra stjórnsýslu hjá borginni gæti haft slæm áhrif á starfsfólk.

Uppistandari ársins: Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var dugleg að standa upp frá ræðum.

Þögn ársins: Már Guðmundsson var lunkinn við að koma sér undan spurningum um Samherjamálið svokallaða, eftir að staðfest var um valdníðslu Seðlabankans í málinu.

Yfirvegun ársins: Að þessu sinni fær Gunnar Smári Egilsson verðlaunin. Hann mætir gagnrýnendum sínum ávallt af mikilli yfirvegun.

Vinnustaður ársins: Skrifstofa Eflingar.

Ríkisfyrirtæki ársins: Það er erfitt að gera upp á milli Íslandspósts og Isavia.

Ríkisstarfsmaður ársins: Nefnd um rekstrarumhverfi fjölmiðla lagði fram tillögur til að bæta rekstur þeirra. Nefndin klofnaði í tveimur tillögum, annars vegar vegna tillögu um að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði og hins vegar vegna tillögu um að heimila áfengisog tóbaksauglýsingar. Í nefndinni sat ríkisstarfsmaðurinn Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, sem var á móti fyrrnefndum tillögum. Henni var falið að útfæra tillögurnar nánar.

Landafræði ársins: Flugfreyjur Wow air fögnuðu fyrsta flugi félagsins til Indlands – með því að flagga írska fánanum í tilefni dagsins.

Gjaldmiðill ársins: Nautasteikur á Argentínu steikhúsi.

Ökumaður ársins: Ásmundur Friðriksson.

Tillitssemi ársins: Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gengur á sokkunum um húsakynni Alþingis. Í viðtali við fjölmiðla sagðist hann svitna of mikið í skóm og vildi hlífa öðrum þingmönnum við lyktinni sem því fylgi.

Kynþokki ársins: Eftir að hundruð kvenna höfðu sagt reynslusögur sínar í #metoo byltingunni tók Ragnar Önundarson sig til og gagnrýndi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur alþingismann fyrir að hafa notað mynd af sér með blautt hárið sem prófíl mynd á Facebook.

Leðjuslagur ársins: Slagurinn um stjórnarsæti í VÍS.

Tungutal ársins: Þegar borgarfulltrúarnir Líf Magneudóttir og Marta Guðjónsdóttir skiptust á orðum, með tungunni.

Lekamál ársins: Starfsmenn Ríkisskattstjóra afhentu einhverjum mönnum úti í bæ gögn um allar skattgreiðslur landsmanna.

Verslunarstórveldi ársins: Eftir að Festi hafði boðist til að selja verslun Kjarvals á Hellu gat Samkeppniseftirlitið samþykkt samruna félagsins við N1.

Kosning ársins: Á landsfundi Viðreisnar í mars var tilkynnt með pompi og prakt að þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson hefðu verið kosin formaður og varaformaður með nærri 100% greiddra atkvæða. Það tók fjölmiðla nokkra daga að draga þær upplýsingar upp úr flokknum að rétt rúmlega 60 manns hefðu greitt atkvæði.

Vinagreiði ársins: Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, reyndi að gera Katrín Olgu Jóhannesdóttur að forstjóra Borgunar – án árangurs.

Framsóknarflokkur ársins: Miðflokkurinn.

Staðfesta ársins: Launin forstjóra Hörpu voru lækkuð, hækkuð og síðan aftur lækkuð.

Almannatengsl ársins: Eftir að hafa frá stofnun félagsins sótt mikið í athygli fjölmiðla kvartaði Skúli Mogensen mikið undan ágangi og slæmri umfjöllun fjölmiðla þegar í ljós kom að félagið var í miklum rekstrarerfiðleikum.

Pakki ársins: Þriðji orkupakkinn.

Vinskapur ársins: Það er grunnt á því góða hjá Guðmundi Kristjánssyni í Brim og Sigurgeir Brynjari Kristgeirssyni, Binna í Vinnslustöðinni.

Hvatvísi ársins: Upplestur Klaustursupptökunnar í Borgarleikhúsinu.

Nánar er rætt við Guðmund í Áramótum, sérriti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð, aðrir geta skráð sig með því að smella á Áskrift.

Stikkorð: Uppgjör 2018
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is