*

mánudagur, 25. október 2021
Huginn og muninn
26. september 2021 10:12

Hugsunarháttur vinstrisins

Ekki hvarflar að þeim að hægt sé að draga úr sóun á opinberu fé án þess að skera niður þjónustu eða hækka skætta.

xs.is

100 milljarða króna „gat" í fjármálaáætlun sem stjórnarflokkarnir hyggjast stoppa upp í á næstu árum var mikið á milli tannanna á fólki í kosningaslagnum, einkum vinstrafólki.

Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, tísti um gatið á miðvikudag, löngum þræði að Samfylkingarsið, þar sem hann segir m.a. „afkomubætandi ráðstafanir" þýða niðurskurð og/ eða skattahækkanir - og var þar hvergi nærri fyrstur til.

Hröfnunum þykir þessi margtuggna fullyrðing afar lýsandi fyrir hugsunarhátt vinstrisins. Ekki hvarflar að þeim að hægt sé að draga úr sóun á opinberu fé án þess að skera niður þjónustu eða hækka skætta, t.d. með einföldun, hagræðingu og stafvæðingu - aðgerðum sem jafnvel gætu eflt þjónustu hins opinbera.

Svo hefur sú staðreynd ekkert verið að þvælast fyrir þeim að afkoma ríkissjóðs hefur þegar batnað um 27 milljarða umfram áætlanir á fyrri hluta þessa árs.

Stikkorð: Samfylkingin
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.