Dagur B. Eggertsson er líklega snjallasti stjórnmálamaður Íslands í langan tíma. Sumarið 2018 gerðu Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn málefnasamning um stjórn Reykjavíkurborgar árin 2018 til 2022. Þar sagði um húsnæðisuppbyggingu:

Lykilsvæði í húsnæðisuppbyggingu verði fjölbreyttir þéttingarreitir, meðal annars meðfram þróunarásum aðalskipulags ásamt nýrri, blandaðri byggð í Gufunesi, Bryggjuhverfi, Úlfarsárdal, Elliðaárvogi, Höfðum, Skeifu og Skerjafirði.

Sumarið 2022 gerðu Samfylkingin, Viðreisn, Píratar og Framsóknarflokkurinn málefnasamning um stjórn Reykjavíkurborgar árin 2022 til 2026, þar sem sagði meðal annars:

Við ætlum að ráðast í húsnæðisátak og úthluta lóðum í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi, á Hlíðarenda, í Gufunesi og á Ártúnshöfða.

***

Endurtekið efni

Þetta er endurtekið efni hjá nýjum borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík. Staðreyndin er sú að það gerðist sáralítið á árunum 2018-2022 á helstu uppbyggingarsvæðunum.

Á Höfðanum og Elliðaárvogi, þar sem langstærsta uppbyggingarsvæðið er og gert er ráð fyrir 20 þúsund manna byggð, dróst deiliskipulagsvinnan um mörg ár. Borgin seldi hluta þess lands árið 2007 en á enn stóran hluta þess. Í þeim samningi sem er að finna á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skipulaginu átti að ljúka sjö árum síðar, eða árið 2014. Skipulagi þess hluta var lokið vorið 2022, átta árum á eftir áætlun og fimmtán árum eftir að lóðin var seld. Það er rannsóknarefni hvernig hægt er að draga skipulagsvinnuna svo lengi.

Í Skerjafirði var gert ráð fyrir um 690 íbúða byggð, fyrir um 1.200 íbúa, og var lóðum úthlutað fyrir fjórum árum. Nú er óvíst hvort nýja hverfið muni rísa því flugöryggi er sagt ógnað. Framsóknarflokkurinn er klofinn í málinu. Reykjavíkurhlutinn vill byggja en landsbyggðin, með Sigurð Inga formann í fararbroddi, vill ekkert gera sem truflar starfsemi flugvallarins í Vatnsmýrinni.

Engar fréttir eru af Skeifunni og ljóst að það svæði verður ekki lykilsvæði í uppbyggingu á næstunni.

Snýst húsnæðisátak nýja meirihlutans, sem tók við fyrir nokkrum vikum, einnig um að gera bara alls ekki neitt, eins og hjá fyrri meirihluta – sem í voru þrír af fjórum núverandi meirihlutaflokkum?

***

Hörð gagnrýni á Dag

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði