*

miðvikudagur, 28. október 2020
Huginn og muninn
11. október 2020 09:08

Hvað er lífsstíll?

Framsóknarmenn í öllum flokkuð risu á afturlappirnar eftir ummæli landbúnaðarráðherra.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Haraldur Guðjónsson

Framsóknarmenn í öllum flokkum – þeir leynast víða – eru pípandi reiðir yfir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi látið þau orð falla að sauðfjárbúskapur væri „meira lífsstíll heldur en spurning um afkomu“.

Líkt og aðrir hafa hrafnarnir fylgst með hinum og þessum fussa og sveia yfir þessum ummælum án þess að botna nokkuð í vandlætingunni. Er það ekki almennt svo að ákvörðun um starfsvettvang felur í sér ákvörðun um lífsstíl? Breytist ekki lífsmáti manna við það að ákveða að stunda sjóinn? Hvað með heilbrigðisstarfsmenn sem þurfa að gera sér að góðu vaktavinnu, sterílt vinnuumhverfi og spítalamat? Huginn og Muninn fá ekki betur séð en að þetta megi heimfæra meira og minna á hverja einustu starfsgrein í landinu! Ætli menn bölsótist næst yfir því að litla stelpan bendi á það að það snjói reglulega yfir vetrarmánuðina?

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.