*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Huginn og muninn
2. september 2018 10:02

Hvað gerir Liv?

Fyrrverandi forstjóri Nova er stjórnarformaður WOW air og hefur unnið náið með Björgólfi Thor.

Liv Bergþórsdóttir.
Haraldur Guðjónsson

Töluverðar sviptingar hafa verið í íslensku viðskiptalífi síðustu vikur. Björgólfur Jóhannsson er hættur hjá Icelandair Group en skömmu áður hætti Liv Bergþórsdóttir hjá Nova.

Vinir hrafnananna brjóta nú heilan um það hvað Liv sé að sýsla. Um miðjan mánuðinn hætti hún hjá Nova, þar sem hún hafði starfað í rúman áratug og náð gríðarlega miklum árangri sem forstjóri. Nokkrum dögum áður en hún sagði starfi sínu lausu lak fjárfestakynning WOW air til fjölmiðla en Liv er stjórnarformaður WOW. Svona tímasetningar vekja hrafnana til umhugsunar. Liv hefur unnið náið með Björgólfi Thor Björgólfssyni. Björgólfur Thor er þekktur fyrir að kaupa fyrirtæki á brunaútsölum en þegar hann gerir það þá þarf einhver að stjórna þeim.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.