*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Gunnar Baldvinsson
8. janúar 2016 14:02

Hvenær verður mikið of mikið?

Samkvæmt svonefndu SALEK- samkomulagi hefur nú náðst sátt um að jafna lífeyrisréttindi milli starfsfólks á almennum vinnumarkaði og opinberra starfsmanna. Í því felst að stefnt er að því að lífeyrisiðgjöld á almennum vinnu-markaði hækki um 29% eða úr 12% af launum í 15,5% á þremur árum. Það þýðir að í stað þess að laun starfsmanna hækki um 3,5% hækkar mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð.

Forráðamenn opinberra starfsmanna hafa til margra ára réttlætt góð lífeyrisréttindi með því að þeir hafi notið lægri launa en á almenn-um vinnumarkaði. Munurinn liggur í því að opinberir starfsmenn fá 44% hærra mótfram-lag en starfsfólk á almennum vinnumark-aði eða 11,5% af launum á móti 8%. Í raun er mismunurinn þó meiri því til viðbótar ábyrgist launagreiðandi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna, þ.e. réttindin eru tryggð með ábyrgð ríkis- eða sveitarfélaga.

Með hækkun skylduiðgjalds í lífeyrissjóð er stefnt að því að eftirlaun úr almennum líf-eyrissjóðum hækki úr því að vera 56% af meðallaunum eftir 40 ára greiðslutíma af föstum launum í 72% af meðallaunum. Tilgangurinn er ekki að bregð-ast við lengingu meðalævi en það verður að öllum líkindum gert með hækkun eftirlaunaaldurs. Það er áleitin spurning hvort það væri ekki betra fyrir launþega að fá þessar viðbótarprósentur í formi launahækkunar frekar en að hækka skylduiðgjald í lífeyrissjóð. Það á sérstaklega við um ungt fólk sem er að stofna fjölskyldu og safna fyrir húsnæði.

Vangaveltur um
hækkun skylduiðgjalds

Hvað áhrif hefur hækkun skylduiðgjalds í lífeyrissjóð úr 12% í 15,5% af launum? Lífeyrisréttindi munu aukast en benda má á að í mörgum tilvikum getur hækkun iðgjalda leitt til þess að eftirlaun verði á mörkum þess að vera of mikil. Sem dæmi má nefna að einstakl-ingur sem fær laun í takt við almenna launa-þróun, eins og lesa má úr skattframtölum, og greiðir 15,5% lífeyrisiðgjald á aldrinum 25 til 66 ára eða í 42 ár ávinnur sér rétt á ævilöngum líf-eyri sem nemur um 91% af lokalaunum og um 89% af meðallaun-um. Það fer eftir aðstæðum hjá hverjum- og einum hvað eftirlaun þurfa að vera mikil en almennt er talið að ásættanleg eftirlaun séu á bilinu 60% til 80% af lokalaun-um.

Hjá einstaklingum sem nýta sér viðbótarlíf-eyrissparnað og leggja fyrir 2% af launum til að tryggja sér 2% mótframlag launagreiðanda verður eftirlaunasparnaður samtals 19,5% af launum eða um einn fimmti hluti launa. Ein-staklingar geta vissulega sleppt því að vera með viðbótarlífeyrissparnað en með því eru þeir í raun að fórna 2% af launum í formi mótframlags launagreiðanda. Ef reiknað er með að einstaklingur leggi fyrir 2% af launum í viðbótarlífeyrissparnað alla starfsævina og fái mótframlag safnar hann upp sjóði sem nemur 3,7 árslaunum (lokalaun) m.v. 3% vexti sem dugar til að tryggja honum 30% af lokalaunum í 15 ár. Samtals væri lífeyrir þá kominn í 121% af loka-launum sem hlýtur að teljast- ríflegt (sjá mynd).

Sumum finnst það jákvætt að hækka lífeyrisiðgjöld og auka þannig fjárhagslegan sparnað í þjóðfélaginu. Það má til sanns vegar færa og gangi þessi áform eftir þurfa einstakl-ingar ekkert eða mjög lítið að hugsa sjálfir um að leggja fyrir til eftirlaunaáranna. Þeir sem greiða 15,5% af launum alla starfsævina í líf-eyrissjóð fara langleiðina með að tryggja sér ásættanlegan lífeyri og rúmlega það ef þeir nýta sér heimildir til viðbótarlífeyris-sparnaðar.

Á móti má færa rök fyrir því að æskilegt sé fyrir alla að einstaklingar spari sjálfviljugir hluta af eftirlaunasparnaði með viðbótarlíf-eyrissparnaði og öðrum sparnaði til að tryggja sér góð eftirlaun. Í dag er almennt launafólk skyldugt til að greiða 12% af launum í lífeyris-sjóð sem dugar í flestum tilvikum til að tryggja góðan grunn að eftir-launum. Hver og einn getur síðan bætt við eftirlaunin með frjálsum sparnaði. Sumir leggja fyrir alla starfsævina og þurfa þá ekki að leggja fyrir aukalega nema 4% til 6% af launum. Aðrir leggja áherslu á að byggja upp húsnæði og aðrar eignir framan af starfs-ævinni en auka svo eftir-launasparnað á seinni hluta ævinnar. Það er öllum hollt að þurfa að setja sig inn í mál og skipuleggja eigin fjármál, þ.á m. eftirlaunasparnað. Það eru líka sjálfsögð mannréttindi að hafa val um hvernig sparnaðurinn byggist upp og hafa val um hvort hann verður meiri eða minni.
Sú aðgerð að hækka skyldulífeyrissparnað í 15,5% af launum verður líklega til þess að hvetja einstaklinga til meiri skuldsetningar. Þegar þvingaður lífeyrissparnaður nálgast að vera um fimmtungur af launum leiðir það óhjákvæmilega til þess að þeir sem eru með álíka miklar tekjur og gjöld, sem á við um flest ungt fólk, verða að bjarga sér með því að skuldsetja sig meira til þess að geta eignast húsnæði, m.a. með áform um að greiða af lánum með uppsöfnuðum eftir-launasparnaði.

Samtrygging eða séreign

Í þessari grein hefur verið gengið út frá því að hækkun iðgjalda verði að öllu leyti ráðstafað til samtryggingar eða til að tryggja ævilangar elli-lífeyrisgreiðslur og áfallalífeyri við starfs-orku-missi eða fráfall. Önnur leið væri að greiða við-bótarprósenturnar, 3,5% af launum, í sér-eignarsparnað sem er laus til úttektar við 60 ára aldur og gengur til erfingja við fráfall.
Að mörgu leyti má segja að æskilegt sé að hækkun skylduiðgjalds – ef það verður á annað borð ákveðið – verði að öllu leyti ráðstafað til séreignarsparnaðar. Með því móti myndi svigrúm sjóðfélaga við töku lífeyris aukast auk þess sem það er áhættudreifing að því leyti að hluti af lágmarksiðgjaldi myndi þá erfast ef sjóðfélagi fellur frá fyrir aldur fram. Það getur skipt miklu máli, til dæmis ef við-komandi skuldar við fráfall. Loks má benda á að sjóðfélaginn myndi þá ráða sjálfur hvernig hann ávaxtar séreignarsparnaðinn og velja ávöxtunarleið sem hentar með tilliti til ávöxtunar og áhættuþols.

Umræða er nauðsynleg

Aðilar á vinnumarkaði hafa verið öflugt bakland lífeyrissjóðanna til margra ára og eiga hrós skilið fyrir það. Undanfarin ár hefur verið vaxandi þungi í umræðu á þeirra vegum um jöfnun lífeyrisrétt-inda sérstaklega eftir efnahagshrunið 2008-2009. Lítil umræða hefur hins vegar farið fram um það hvort heppilegt sé að jafna réttindin upp á við eins og ákveðið er með SALEK samkomulaginu. Mikilvægt er að sú umræða fari fram og þeir sem eiga að fá peningana fái tækifæri til að tjá sig um hvort heppilegra sé að 3,5% launahækkun komi í vasann eða sem hækkun skylduiðgjalds í lífeyrissjóð. Ef seinni kosturinn verður fyrir valinu þarf einnig að ræða hvernig iðgjaldinu verður ráðstafað.

Stikkorð: lífeyrismál
Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is