*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Huginn og muninn
12. janúar 2020 08:02

Hver ber ábyrgð?

Nú er deilt um það hver ber ábyrgð á fíaskóinu í kringum ráðningu þjóðgarðsvarðar.

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, er formaður Þingvallanefndar.
Haraldur Guðjónsson

Farsinn í kringum Þingvallanefnd er með eindæmum. Ólína Þorvarðardóttir samdi við ríkislögmann um 20 milljónir króna í bætur fyrir að hafa ekki verið ráðin þjóðgarðsvörður.

Einar Á. E. Sæmundsen, sem var ráðinn, var talinn jafnhæfur Ólínu. Þingvallanefnd, sem skipuð er sjö þingmönnum, var hins vegar ekki talin hafa skráð með nægjanlega skýrum hætti þá huglægu þætti sem horft var til. Sá sem bar helsta ábyrgð á málinu, Ari Trausti Guðmundsson, formaður nefndarinnar, sagðist hafa lagt traust sitt á Capacent. Páll Magnússon, annar nefndarmaður, segir að ríkið eigi endurkröfurétt á Capcent vegna málsins. Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent, steig fram og sagði starfsfólki félagsins sárna enda hafi það aðeins veitt ráðgjöf í málinu.

Sérstakt er að kjörnir fulltrúar telji sig ekki bera meiri ábyrgð en svo að þeir geti kennt ráðgjöfum úti í bæ um allt.

Huginn og muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.   

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.