*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Huginn og muninn
30. júní 2019 10:00

Hver getur klárað verkið?

Aðstöðuleysi Íslandsmeistaranna er bagalegt rétt eins og framkvæmdaleysi stjórnvalda í málinu.

Haraldur Guðjónsson

Samúð Hrafnanna þessa vikuna er hjá íbúum fyrir austan fjall og sprækum Íslandsmeisturum þeirra í handkasti. Eftir hetjulega framgöngu í vor var liðið ekki virt viðlits varðandi þátttöku í Meistaradeildinni sökum þess að íþróttamannvirki landsins eru á skilorði. 

Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson og Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra íþróttamála, hafa verið pennavinir vegna málsins og dugleg að stofna starfshópa um verkið. Skóflur og steypa eru hins vegar ekki í augsýn. Á meðan styttist í að heimaleikir íslenskra lands- og félagsliða fari fram á danskri grund, sem hröfnunum hugnast ekki. 

Fljótlegasta, en sennilega dýrasta lausnin fyrir hið opinbera, væri líklega að endurvekja skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar enda með meirapróf í því að græja opinberar framkvæmdir án þess að spyrja kóng, prest eða borgarstjóra.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Fréttabréf
Vikulegt fréttabréf Viðskiptablaðsins þar sem greint er frá því helsta sem gerst hefur í íslensku og erlendu viðskiptalífi.